Fotbolti.net

https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Hljóðbrot úr úrvarpsþætti Fótbolta.net og Innkastið af Fótbolta.net

0 Likes     0 Followers     1 Subscribers

Sign up / Log in to like, follow, recommend and subscribe!

Website
https://fotbolti.net/radio.php
Description
Hlustaðu á hljóðbrotin vinsælu af Fótbolta.net sem hafa komið fram í útvarpsþættinum vinsæla á X977 eða í Innkastinu á vefnum okkar.
Language
🇮🇸 Icelandic
last modified
2019-08-17 20:49
last episode published
2023-03-01 09:24
publication frequency
3.22 days
Contributors
Fotbolti.net author  
Hafliði Breiðfjörð owner  
Explicit
false
Number of Episodes
833
Rss-Feeds
Detail page
Categories
Sports & Recreation Professional

Recommendations


Episodes

Date Thumb Title & Description Contributors
1.03.2023 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn - Algarve og yngri landsliðin

Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir eru gestir Heimavallarins í dag og ræða við Mist Rúnarsdóttur um landsliðin okkar og þau verkefni sem eru í gangi um þessar mundir.
mist@fotbolti.net author
19.02.2020 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Miðjan - Baráttan við matarfíkn

Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA, hefur undanfarin ár verið einn besti miðjumaðurinn í Pepsi-deild kvenna. Hin 24 ára gamla Lára hefur tvíveigs orðið íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari með Stjörrnunni á ferli sínum. Lára hefur á sama...
maggi@fotbolti.net author
17.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Hjálparhönd, brjálæði í bikarnum og Davíð Viðars

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir og Tómas Þór ræða um undanúrslitaleikina í Mjólkurbikarnum, komandi umferð í Pepsi Max-deildinni og spjalla við Davíð Þór Viðarsson, fyrirliða FH. Meðal efnis: Hvað var Óli Kristjáns að meina í viðta...
elvargeir@fotbolti.net author
17.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Inkasso-hornið - Gróttugestir og æsispennandi barátta um að fara upp

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Fótbolti.net fjallar vel um Inkasso-deild karla í samvinnu við Inkasso. Óliver Dagur Thorlacius og Arnar Þór Helgason, leikmenn Gróttu, eru gestir þáttarins. Það er æsileg spenna í baráttunni um að komast upp ...
elvargeir@fotbolti.net author
17.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Bransasögur frá Anfield - Eiður vinsæll

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Rætt um Evrópuboltann og Tómas Þór Þórðarson segir frá heimsókn sinni á opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar þegar Liverpool og Norwich áttust við fyrir rúmri viku. Tómas fór á leikinn ásamt Eiði Smára Guðjohns...
elvargeir@fotbolti.net author
14.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn: Ætlum við að dragast endalaust aftur úr?

Það er veisla á Heimavellinum að þessu sinni. Hulda Mýrdal fær þau Anítu Lísu Svansdóttur og Guðmund Guðjónsson til sín og fer yfir allt það sem skiptir máli. Þau fara yfir landsliðshópinn sem var tilkynntur á dögunum, Pepsi Max deildina, Inkasso deild...
fotbolti@fotbolti.net author
13.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Fantabrögð - Fyrsta umferð gerð upp

Enska hófst með látum á föstudaginn. Gylfi Tryggvason og Engilbert Aron Kristjánsson gerðu upp fyrstu umferðina í Fantasy en mörg stór nöfn skiluðu fullt af stigum um helgina. Hægt er að taka þátt í umræðunni með því að fylgja Fantabrögðum á samfélags...
gylfitr@gmail.com author
12.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Enski mættur aftur með hvelli

Evrópu-Innkastið er mætt á nýju tímabili! Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz fóru yfir fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City heldur áfram að trompa Liverpool, Lampard steinlá á Old Trafford, Eriksen breytti öllu hjá Tottenha...
elvargeir@fotbolti.net author
11.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Gufurugluð Pepsi Max-deild

Fimm af sex leikjum 16. umferðar Pepsi Max-deildarinnar fóru fram í dag og voru úrslitin það áhugaverð að ekki var annað hægt en að blása samstundis í upptöku á Innkastinu. Elvar Geir, Gunni Birgis og Magnús Már sátu við hljóðnemana. Meðal efnis: Erf...
elvargeir@fotbolti.net author
10.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Útvarpsþátturinn - Enski boltinn, Pepsi Max og Inkasso

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 10. ágúst. Elvar Geir og Benedikt Bóas sáu um þátt dagsins. Í upphafi þáttar var fjallað um Inkasso-deildina. Baldvin Már Borgarsson var á línunni. Eftir það var rætt um enska boltann og félagaskiptagluggann við ...
elvargeir@fotbolti.net author
9.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Enska upphitunin - Manchester City getur unnið alla titlana

Innkastið hitar upp fyrir komandi tímabil í enska boltanum. Í þessum þætti er fjallað um Manchester City.
maggi@fotbolti.net author
8.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Enska upphitunin - Lokað á skrifstofu Liverpool

Innkastið hitar upp fyrir komandi tímabil í enska boltanum. Í þessum þætti er fjallað um Liverpool. Sigursteinn Brynjólfsson og skólastjórinn Magnús Þór Jónsson af kop.is ræddu við Elvar Geir Magnússon um komandi tímabil hjá Evrópumeisturunum og fleir...
elvargeir@fotbolti.net author
8.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Enska upphitunin - Spennandi sumargluggi hjá Arsenal

Innkastið hitar upp fyrir komandi tímabil í enska boltanum. Í þessum þætti er fjallað um Arsenal. Sumarglugginn er að enda fjörlega hjá Arsenal og þeir Einar Guðnason og Jón Kaldal fóru yfir stöðuna hjá Skyttunum.
maggi@fotbolti.net author
7.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Brekka eftir brekkusöng

15. umferð Pepsi Max-deildarinnar er að baki en Innkastið fer yfir umferðina og skoðar gang mála. Elvar Geir, Gunni Birgis, Tómas Þór og Magnús Már eru allir á sínum stað. Í þættinum eru meðal annars tilnefndir þeir fjórir leikmenn sem geta orðið bes...
elvargeir@fotbolti.net author
7.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Fantabrögð - Góð ráð fyrir Fantasy tímabilið

Fantabrögð er nýr hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem farið er yfir Fantasy deildina í ensku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnendur eru þeir Gylfi Tryggvason og Engilbert Aron Kristjánsson. Enska úrvalsdeildin hefst á föstudaginn en stefnan er sett á a...
maggi@fotbolti.net author
7.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Enska upphitunin - Gluggafjör og uppeldi hjá Tottenham

Innkastið hitar upp fyrir komandi tímabil í enska boltanum. Í þessum þætti er fjallað um Tottenham. Tottenham hefur verið mikið í umræðunni við gluggalok og þeir Hjálmar Örn Jóhannsson, Jóhann Alfreð Kristinsson og Ingimar Helgi Finnsson fóru yfir stö...
maggi@fotbolti.net author
6.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Enska upphitunin - Ungviði og engin kaup hjá Chelsea

Innkastið hitar upp fyrir komandi tímabil í enska boltanum. Í þessum þætti er fjallað um Chelsea. Í þættinum komu þeir Jóhann Már Helgason og Snorri Clinton frá cfc.is í spjall.
maggi@fotbolti.net author
6.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Enska upphitunin - Breyttur leikstíll Manchester United

Innkastið hitar upp fyrir komandi tímabil í enska boltanum. Í þessum þætti er fjallað um Manchester United. Í þættinum komu þeir Halldór Marteinsson og Björn Friðgeir Björnsson frá raududjoflarnir.is í spjall.
maggi@fotbolti.net author
3.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Þórir Hákonar um könnunina hjá Leikmannasamtökunum

Fótboltapólitík úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þórir Hákonarson mætti í þáttinn og ræddi við Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas um könnun sem gerð var meðal leikmanna Pepsi Max-deildarinnar. Launamál, hagræðing úrslita, áhorfendamæting, ...
elvargeir@fotbolti.net author
3.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Gluggadómar og Eyjafjör í Maxaranum

Sumarglugganum var lokað núna um mánaðamótin en Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas skoðuðuð þær hræringar sem urðu á leikmannamálum í Pepsi Max-deildinni í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Skemmtanastjórinn Arnar Daði var einnig í beinni frá V...
elvargeir@fotbolti.net author
3.08.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimir Guðjóns í beinni frá Færeyjum

Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, var á línunni í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. HB er eitt af fimm liðum sem eru í harðri toppbaráttu í færeysku Betri-deildinni og er auk þess komið í úrslitaleik bikarsins. Samningur Heimis við HB ren...
elvargeir@fotbolti.net author
31.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Inkasso-hornið - Farið yfir bæði topp- og botnbaráttuna

Fótbolti.net fjallar vel um Inkasso-deild karla og í samvinnu við Inkasso bjóðum við upp á hlaðvarpsþætti um deildina í sumar. Arnar Daði Arnarsson er umsjónarmaður þáttarins. Í þessum þætti er farið yfir stöðuna í deildinni og bæði topp og botnbarát...
arnardadi@fotbolti.net author
31.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn - Úrvalslið Inkasso og súpersystur

Það er mikið um dýrðir á Heimavellinum að þessu sinni. Þáttastýrurnar Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir opinbera úrvalslið fyrri hluta Inkasso-deildarinnar, velja besta leikmanninn og heyra í henni hljóðið. Þá fara þær yfir helstu fréttir vikunnar og...
mist@fotbolti.net author
29.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Samstillt átak um að KR verði meistari

Elvar Geir, Tómas Þór, Gunni Birgis og Magnús Már gera upp 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Ljóst er að KR verður meistari en í þætti dagsins er farið yfir alla leikina, rætt um slúðursögur, vandræðagang FH, slæmt gengi Breiðabliks, markasúpuna í Gr...
elvargeir@fotbolti.net author
27.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Magnús Agnar: Hroki í garð íslensku deildarinnar

Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem hann ræddi aðeins um bransann og leikmannamarkaðinn á Íslandi. Hann segir að árangur íslenska landsliðsins hafi ekki haft þau áhrif á áhuga erlendra félaga á íslen...
elvargeir@fotbolti.net author
27.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Lið fólksins á flugi - Leifur og Arnar í viðtali

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK og markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson voru gestir þáttarins. Nýliðar HK hafa verið á flugi í Pepsi Max-deildinni og eru búnir að vinna þrjá sigra í röð.
elvargeir@fotbolti.net author
27.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Inkasso, ÞÞÞ og komandi umferð í Pepsi Max

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir og Tómas Þór ræddu um Inkasso-deildina og fóru yfir komandi umferð í Pepsi Max-deildinni. Þórður Þorsteinn Þórðarson, leikmaður FH, var á línunni en hann gekk í raðir Fimleikafélagsins frá ÍA í vikun...
elvargeir@fotbolti.net author
25.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn – Bikardrama og markaregn eftir markaþurrð

Knattspyrnuþjálfararnir Baldvin Már Borgarsson og Steinunn Sigurjónsdóttir eru gestir Heimavallarins að þessu sinni og ræða við Mist Rúnarsdóttur um gang mála í Pepsi Max-deildinni og helstu boltafréttir nýliðinnar viku.
mist@fotbolti.net author
24.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Ástríðan í neðri deildunum - Æsispennandi barátta í 2. deild

Keppni í 2. deild karla er æsispennandi en þegar tólf umferðir eru búnar eru einungis sex stig sem skilja að topplið Selfyssinga og Völsung í 9. sætinu. Atli Jónasson og Óskar Smári Haraldsson eru sérfræðingar í 2. deildinni en þeir eiga báðir mörg ...
maggi@fotbolti.net author
22.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Topp táningar og volæði í FH

Elvar Geir, Tómas Þór, Magnús Már og Gunni Birgis fara yfir 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Hverjir eru bestu táningarnir í deildinni? Tom valdi topp fimm! Meðal efnis í þættinum: Brynjar Björn með frábæra uppskeru, volæði hjá FH, Björn Daníel mes...
elvargeir@fotbolti.net author
21.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Útvarpsþátturinn - Aron Jó og boltaspjall

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977. Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson stýrðu skútunni og tóku meðal annars mjög áhugavert viðtal við Aron Jóhannsson. Aron gekk í raðir Hammarby frá Werder Bremen fyrr í þessum mánuði en hann hefur geng...
elvargeir@fotbolti.net author
16.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Basl hjá KA og breytt staða FH

9. umferðinni í Pepsi Max-deild karla lauk loksins í gærkvöldi, tæpum mánuði eftir að hún byrjaði. Liðin í Evrópukeppni spiluðu í þessari umferð fyrir tæpum mánuði en nú eru öll lið með jafnmarga leiki í deildinni. KR er áfram með þægilegt forskot á ...
maggi@fotbolti.net author
15.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn - Inkasso og 2.deildar veisla

Það er komið að því að skoða hvað hefur verið í gangi í neðri deildunum það sem af er sumri. Inkasso-deildin er í aðalhlutverki í nýjasta þætti Heimavallarins en einnig er farið yfir gang mála í 2. deild. Gestur þáttarins að þessu sinni er knattspyrnuþ...
mist@fotbolti.net author
13.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og Arnar Viðars

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net 13. júlí. Umsjón: Tómas Þór og Elvar Geir. Gestur: Óskar Hrafn Þorvaldsson. Aðrir viðmælendur: Arnar Þór Viðarsson og Daníel Geir Moritz.
elvargeir@fotbolti.net author
12.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Inkasso-hornið - Farið yfir fyrri umferðina og úrvalslið valið

Fótbolti.net fjallar vel um Inkasso-deild karla og í samvinnu við Inkasso bjóðum við upp á hlaðvarpsþætti um deildina í sumar. Arnar Daði Arnarsson er umsjónarmaður þáttarins. Í þessum þætti er farið yfir fyrri hluta Inkasso-deildarinnar en 11. umfer...
arnardadi@fotbolti.net author
11.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn: Lokahóf fyrri hluta Pepsi Max

Nú er keppni í Pepsi Max deildinni hálfnuð og í þætti dagsins á Heimavellinum gera þáttastýrurnar, Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir, upp fyrri hluta mótsins með gestasérfræðingnum Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur.
mist@fotbolti.net author
8.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Stigamet við botninn og vonbrigðaval

Nýtt Innkast eftir 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar sem var heldur betur dreifð! Elvar Geir, Tómas Þór, Magnús Már og Gunnar Birgis eru allir á sínum stað. Þeir völdu meðal annars einn leikmann úr hverju liði sem kallað er eftir að skili meiru en þei...
elvargeir@fotbolti.net author
6.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Pepsi Max hringborð - Eyjafréttir, Valur á flugi og umdeildir dómar

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir og Magnús Már fjölluðu ítarlega um Pepsi Max-deildina. - Daníel Geir Moritz var í beinni frá Vestmannaeyjum en það er nóg í gangi í fótboltamálunum þar. Þjálfaraskipti og leikmannabreytingar. - Rætt ...
elvargeir@fotbolti.net author
6.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Gísli Eyjólfs klár í leikinn gegn HK - Grasið ekki grænna hinum megin

Það verður stórleikur í Pepsi Max-deildinni á sunnudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti HK í Kópavogsslag. Gísli Eyjólfsson er kominn aftur heim í deildina eftir stutt stopp hjá Mjallby í Svíþjóð og er klár í slaginn fyrir leikinn. Gísli var í við...
elvargeir@fotbolti.net author
6.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Inkasso-hornið og Tom á Pollamótinu

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir ræddi við Úlf Blandon, sérfræðing um Inkasso-deildina, og var farið yfir 10. umferðina sem nú er í gangi. Mörg áhugaverð úrslit hafa litið dagsins ljós og ungir leikmenn látið að sér kveða. Í klippu...
elvargeir@fotbolti.net author
3.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Ástríðan í neðri deildunum - Staðan skoðuð í 3 og 4. deildinni

Níu umferðum er lokið í 3. deild karla í sumar og riðlakeppni er hálfnuð í 4. deildinni. Magnús Már Einarsson fékk þá Magnús Val Böðvarsson og Ingimar Helga Finnsson til að fara yfir gang mála í þessum deildum. Magnús Valur er harðasti aðdáandi 4. ...
maggi@fotbolti.net author
3.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn: Frá framherja í 1. deild að besta varnarmanni Íslands

Sif Atladóttir hefur verið ein fremsta knattspyrnukona Íslands síðustu ár. Hún byrjaði ekki að æfa af krafti fyrr en hún var orðin 15 ára og þá voru allir landsliðsdraumar víðsfjarri.
fotbolti@fotbolti.net author
1.07.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - KR stuð og verðlaun umferða 1-11

Brottrekstur, risakaup og toppslagur. Í Innkastinu í kvöld var meðal annars opinberað úrvalslið og bestu menn umferða 1-11 í Pepsi Max-deildinni. Fullmannað Innkast að þessu sinni. Elvar Geir, Gunni Birgis, Magnús Már og Tómas Þór. Farið var yfir 11...
elvargeir@fotbolti.net author
29.06.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Pepsi Max hringborð - Hitað upp með Henry Birgi

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Hitað var upp fyrir áhugaverða 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar þar sem meðal annars má finna stórleik milli toppliðanna, KR og Breiðabliks. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Elvar Geir Magnússon og Benedikt B...
elvargeir@fotbolti.net author
29.06.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Vill að VAR verði tekið upp í Pepsi Max-deildinni

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, vill að Ísland taki upp VAR myndbandsdómgæsluna eins fljótt og mögulegt er. UEFA hefur þróað VAR-tækni þar sem lágmark þarf fjórar myndavélar en í stórum útsendin...
elvargeir@fotbolti.net author
26.06.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Heimavöllurinn: Cloé í bláa liðið og útlendingarúta úr landi

Gestir dagsins á Heimavellinum eru Bára Kristbjörg og Aníta Lísa. Það eru 7 umferðir búnar í Pepsi Max deildinni. Við förum yfir leiki umferðarinnar og stórleikinn sem nálgast.
fotbolti@fotbolti.net author
26.06.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Inkasso-hornið - Ási Arnars um Fjölni, brottreksturinn frá Fram og Gústa Gylfa

Fótbolti.net fjallar vel um Inkasso-deild karla og í samvinnu við Inkasso bjóðum við upp á hlaðvarpsþætti um deildina í sumar. Arnar Daði Arnarsson er umsjónarmaður þáttarins. Í þessum þætti ræðir hann við Ásmund Arnarsson þjálfara Fjölnis sem situr ...
arnardadi@fotbolti.net author
23.06.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Innkastið - Einvígi um titilinn, bras FH og krakkamiðja Víkings

Innkastið eftir 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Elvar Geir, Tómas Þór og Magnús Már gera upp umferðina. Deildin er að þróast í tveggja hesta einvígi KR og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. Í þætti kvöldsins: Einvígi FH og Breiðabliks um titi...
elvargeir@fotbolti.net author
22.06.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Beitir Ólafs og ótrúleg leið hans til KR

Beitir Ólafsson, markvörður KR, mætti sem gestur í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977. Beitur hefur verið virkilega öflugur það sem af er tímabili en áður en hann gekk í raðir KR 2017 voru hanskarnir komnir á hilluna og hugurinn farinn frá fótboltanum...
elvargeir@fotbolti.net author
22.06.2019 https://fotbolti.net/images/Fotboltinet_1400x1400.jpg

Copa America og Inkasso-hornið

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir og Tómas Þór ræddu aðeins um Copa America áður en þeir tóku snúning og fjölluðu um Inkasso-deildina. Úlfur Blandon, sérfræðingur um Inkasso-deildina, var á línunni.
elvargeir@fotbolti.net author